Kröfum ESA svarað í dag

Árni Þór Sigurðsson í ræðustól.
Árni Þór Sigurðsson í ræðustól. mbl.is/Eggert

Íslensk stjórnvöld munu í dag senda bréf til eftirlitsstofnunar ESA þar sem kröfum ESA í Icesave deilunni er hafnað. Frestur Íslands til að skila inn svörum til ESA rennur út í dag.

Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra fór yfir svör Íslands á fundi utanríkismálanefndar fyrr í vikunni. „Þar kom fram að við höldum okkur við þann málflutning sem við höfum verið með. Við höfum áður svarað athugasemdum ESA og erum með sömu svör og athugasemdir og þá," segir Árni Þór Sigurðsson formaður utanríkismálanefndar Alþingis um málið. Ekki er vitað hvenær má eiga von á viðbrögðum frá ESA en Árni Þór segir að það gæti tekið vikur og mánuði.

ESA telur að íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á greiðslu lágmarkstryggingar, rúmlega 20 þúsund evra, fyrir hvern reikningseiganda Icesave. Stjórnvöld fengu frest til mánaðarmóta til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert