Skarphéðinn ráðinn tímabundið

Skarphéðinn Berg Steinarsson.
Skarphéðinn Berg Steinarsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Stjórn Iceland Express hefur ráðið Skarphéðin Berg Steinarsson tímabundið í starf forstjóra fyrirtækisins. Skarphéðinn hefur þegar tekið til starfa en hann situr einnig í stjórn félagsins ásamt Pálma Haraldssyni og Sigurði G. Guðjónssyni.

Stjórn félagsins mun á næstu dögum eða vikum ráða nýjan forstjóra til fyrirtækisins að því er segir í tilkynningu.

Í tilkynningunni segir að  brotthvarf Birgis Jónssonar úr stóli forstjóra eftir aðeins tíu daga í starfi engin áhrif hafa á daglegan rekstur Iceland Express.

„Hjá fyrirtækinu vinnur einbeittur hópur fagfólks sem sér til þess að reksturinn hafi sinn vanagang.  Aldrei áður hafa eins margir kosið að ferðast með Iceland Express og það sem af er þessu ári, bæði útlendingar sem og Íslendingar og framundan er að kynna metnaðarfulla sumaráætlun félagsins fyrir næsta ár," segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka