Styðja tillögu um tóbaksbann

Tóbaksnotkun leggur að velli á milli 300 og 400 Íslendinga …
Tóbaksnotkun leggur að velli á milli 300 og 400 Íslendinga ár hvert.

Tób­aksvarnaþing Lækna­fé­lags Íslands lýs­ir yfir ein­dregn­um stuðningi við þings­álykt­un­ar­til­lögu um aðgerðaáætl­un um tób­aksvarn­ir og fagn­ar fram­sýni þeirra þing­manna sem það mál flytja. Til­lag­an fel­ur í sér þá stefnu­mörk­un að  tób­ak verði tekið úr al­mennri sölu hér á landi og að tób­aks­reyk­ur verði skil­greind­ur sem krabba­meinsvald­andi efni.

Tób­aksvarnaþing ít­rek­ar nauðsyn þess að tób­aksvarn­ir á Íslandi verði aukn­ar veru­lega og hvet­ur til þess að aðferðir sem draga úr nýliðun tób­aksneyt­enda meðal barna og ung­linga verði sett­ar í al­ger­an for­gang af stjórn­völd­um.

Tób­aksvarnaþing fagn­ar vinnu við stefnu­mót­un í tób­aksvörn­um sem vel­ferðarráðherra hef­ur boðað og minn­ir á aðgerðaráætl­un, sem Tób­aksvarnaþing árs­ins 2009 samþykkti. Þar er bent á hvaða stjórn­valdsaðgerðir eru nauðsyn­leg­ar til að draga úr tób­aksneyslu barna og ung­linga á Íslandi og hindra að þau ánetj­ist tób­aki. 

Tób­aksnotk­un legg­ur að velli á milli 300 og 400 Íslend­inga ár hvert. Enn fleiri veikj­ast og hljóta ör­orku vegna tób­aksnotk­un­ar. Að mati Lækna­fé­lags­ins er um að ræða far­ald­ur sem lækn­ar og aðrir sem láta sig heil­brigði varða vilja stöðva.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert