Þingsetning í beinni

Um 2000 þúsund manns voru saman komnir á Austurvelli við …
Um 2000 þúsund manns voru saman komnir á Austurvelli við setningu Alþingis í fyrra til að láta í ljós óánægju sína með ástandið í þjóðfélaginu. mbl.is/Júlíus

Sjón­varpað og út­varpað verður beint frá setn­ingu Alþing­is á morg­un og hefjast út­send­ing­ar á RÚV kl. 11. Sjálf setn­ing­ar­at­höfn­in hefst kl. 10.30 með guðsþjón­ustu í Dóm­kirkj­unni.

Fimm mín­út­ur yfir 11 er ætl­un­in að þing­menn gangi úr kirkju yfir í þing­húsið. For­seti Íslands set­ur þingið og for­seti Alþing­is flyt­ur ávarp. Hlé verður gert á þing­setn­ing­ar­fundi kl. 11.35 og fund­ur hefst að nýju kl. 12.30 er fjár­laga­frum­varp­inu verður dreift og kosið í þing­nefnd­ir.

Bú­ast má við fjölda fólks á Aust­ur­völl á morg­un en svo­nefnd­ur Sam­stöðuhóp­ur fyr­ir Íslend­inga hef­ur boðað tón­leika­hald frá kl. 10-15, í sam­ráði við Hags­muna­sam­tök heim­il­anna sem ætla að af­henda for­sæt­is­ráðherra 30 þúsund und­ir­skrift­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert