Vill fá að sjá líkræðuna

Jónas Jónasson útvarpsmaður.
Jónas Jónasson útvarpsmaður. Ljósmynd/RÚV

Jónas Jónasson útvarpsmaður bað prestinn sinn að semja líkræðuna áður en hann andast og lesa hana fyrir sig. Þetta kom fram í viðtali við Jónas í Kastljósi í kvöld, en Jónas er með ólæknandi krabbamein í brisi.

Í viðtalinu ræddi Jónas um veikindi sín og hvernig það hefði verið fyrir hann og fjölskyldu hans að takast á við þessi tíðindi.

Prestur Jónasar heimsótti hann á sjúkrahúsið og bað Jónas hann um að semja líkræðuna og lesa hana fyrir sig. „Mér er bara alls ekki sama hvað sagt er um mig,“ sagði hann í viðtalinu.

Jónas varð áttræður í vor.

Hægt er að sjá viðtalið á vef RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert