Á brattann að sækja

Huang Nubo.
Huang Nubo. Ernir Eyjólfsson

Umsvif kínverska auðmannsins Huang Nubo á Íslandi voru gerð að umfjöllunarefni í kínverska dagblaðinu China Daily í gær. Þar segir að Huang hafi klifið hæstu tinda í sjö heimsálfum, en hann eigi ekki síður á brattann að sækja hér á landi.

Fjallað er um kaup Huangs á Grímsstöðum á Fjöllum og þær gagnrýnisraddir sem hafa komið fram varðandi þau. Einnig er fjallað um gagnrýni um að með kaupunum öðlist Kína mikilvæga hernaðarlega stöðu í Norður-Atlantshafi, sem sé afar dýrmæt.

Vitnað er í ummæli sem Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra lét falla í viðtali við Financial Times í ágúst þar sem hann sagði að Kínverjar hefðu verið iðnir við að kaupa land víðsvegar um heiminn.

Huang segir við China Daily að hann hafi svör við allri þeirri gagnrýni sem að honum hafi beinst og að hann bíði eftir því að kaupin geti gengið í gegn. Aðaltilgangurinn sé að byggja upp vistvæna ferðaþjónustu og að sú ákvörðun hans að afsala sér vatnsréttindum sé merki um að hann hafi ekkert annað í hyggju.

Umfjöllun China Daily

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert