Fleiri þjóðhöfðingjum boðið til Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is

For­seta­embættið áform­ar að taka á móti fleiri er­lend­um þjóðhöfðingj­um á næsta ári en síðustu ár. Vegna sparnaðar hjá embætt­inu á síðustu árum hef­ur ekki verið hægt að taka á móti er­lend­um þjóðhöfðingj­um sem boðið hef­ur verið til Íslands á und­an­förn­um árum.

Gert er ráð fyr­ir 185,4 millj­óna fjár­veit­ingu til for­seta­embætt­is­ins á næsta ári sem jafn­gild­ir að hún verði óbreytt að raun­gildi frá fjár­lög­um yf­ir­stand­andi árs. Lögð er til 5 millj­óna lækk­un á fjár­veit­ingu til al­menns rekst­urs í sam­ræmi við stefnu­mörk­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar og áætl­un um jöfnuð í rík­is­fjár­mál­um. Hins veg­ar er sótt um 5 millj­óna hækk­un á fjár­veit­ingu til op­in­berra heim­sókna. Aðhald í rekstri und­an­far­in 2 ár hef­ur skilað embætt­inu tæp­lega 18 millj­óna af­gangi sem gert er ráð fyr­ir að það mun nýta að fullu á ár­inu 2011 meðal ann­ars til að standa straum af kostnaði vegna op­in­berra heim­sókna er­lendra þjóðhöfðingja og verk­efna sem frestað var á ár­un­um 2009 og 2010. Dregið var mjög úr fjölda og um­fangi slíkra heim­sókna í kjöl­far efna­hags­áfall­anna haustið 2008 en nú er tal­in ástæða til að auka aft­ur alþjóðleg sam­skipti embætt­is­ins og standa straum af kostnaði vegna heim­sókna er­lendra þjóðhöfðingja sem boðið hef­ur verið til Íslands á und­an­förn­um árum en ekki hef­ur verið unnt að sinna fyrr.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert