Forsetakosningar í óvissu?

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. Reuters

Í setningarræðu sinni á Alþingi í morgun ræddi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, um niðurstöður Stjórnlagaráðsins. Hann sagði þær fela í sér mun valdameiri forseta, það væru mikil tíðindi. Mikilvægt væri að þjóðin vissi í hverju völd forseta fælust áður en hún gengi að kjörborðinu í næstu forsetakosningum, en áhrif og völd forseta væru enn til umræðu.

„Þjóðinni verður gert að kjósa forseta Íslands í algerri óvissu,“ sagði Ólafur Ragnar og sagði að mikilvægt væri að þingmenn létu ekki afstöðu til verka núverandi forseta tefja för.

„Í húfi er framtíðarskipan lýðveldisins. Þjóðin hefur ávallt vænst mikils af Alþingi og svo er einnig nú,“ sagði forsetinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert