Framlög til háskóla lækka

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.

Lagt er til í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, að fjárveiting Háskóla Íslands lækki um 117,7 milljónir að frátöldum launa– og verðlagshækkunum og nemi tæpum 8,9 milljörðum króna. Er þetta vegna markmiða ríkisstjórnarinnar um samdrátt í ríkisútgjöldum.

Gert er ráð fyrir að framlag til Háskólans á Akureyri hækki um 2,5 milljónir frá gildandi fjárlögum og verði 1260 milljónir. Framlag til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri lækkar um 10,8 milljónir samkvæmt frumvarpinu og verður 290 milljónir. Framlag til Hólaskóla lækkar um 6,9 milljónir og verður 170 milljónir. Framlag til Háskólans á Bifröst lækkar um 6,1 milljónir og verður 550 milljónir Framlag til Háskólans í Reykjavík lækkar um 38 milljónir og verður 2275 milljónir og framlag til Listaháskóla Íslands lækkar um 12,3 milljónir og verður 383 milljónir.

Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2012

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert