Lagt er til í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, að fjárveiting Háskóla Íslands lækki um 117,7 milljónir að frátöldum launa– og verðlagshækkunum og nemi tæpum 8,9 milljörðum króna. Er þetta vegna markmiða ríkisstjórnarinnar um samdrátt í ríkisútgjöldum.
Gert er ráð fyrir að framlag til Háskólans á Akureyri hækki um 2,5 milljónir frá gildandi fjárlögum og verði 1260 milljónir. Framlag til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri lækkar um 10,8 milljónir samkvæmt frumvarpinu og verður 290 milljónir. Framlag til Hólaskóla lækkar um 6,9 milljónir og verður 170 milljónir. Framlag til Háskólans á Bifröst lækkar um 6,1 milljónir og verður 550 milljónir Framlag til Háskólans í Reykjavík lækkar um 38 milljónir og verður 2275 milljónir og framlag til Listaháskóla Íslands lækkar um 12,3 milljónir og verður 383 milljónir.
Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2012