Girðing við Alþingishúsið

mbl.is/Júlíus

Búið er að girða Alþing­is­húsið og Dóm­kirkj­una af með sér­stakri girðingu en setn­ing­ar­at­höfn Alþing­is hefst klukk­an 10:30 í dag þegar þing­menn og aðrir gest­ir ganga úr Alþing­is­hús­inu í kirkju.

Þar mun séra Agnes M. Sig­urðardótt­ir pró­fast­ur Vest­fjarðapró­fasts­dæm­is, pre­dika og séra Hjálm­ar Jóns­son, sókn­ar­prest­ur í Dóm­kirkj­unni, þjóna  fyr­ir alt­ari ásamt Jóni Aðal­steini Bald­vins­syni, vígslu­bisk­upi á Hól­um. Org­an­isti Dóm­kirkj­unn­ar, Kári Þorm­ar, leik­ur á org­el og kammerkór Dóm­kirkj­unn­ar syng­ur við at­höfn­ina.

Að guðsþjón­ustu lok­inni ganga for­seti Íslands, vígslu­bisk­up, for­seti Alþing­is, ráðherr­ar, alþing­is­menn og aðrir gest­ir til þing­húss­ins þar sem Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, set­ir þingið og Ásta R. Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is, flyt­ur ávarp.

Fjár­laga­frum­varpi næsta árs verður út­býtt á Alþingi eft­ir há­degið eft­ir stutt hlé, sem gert verður á þing­fund­in­um.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert