Hækka skatta á bensín

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Það stefnir í að samdráttur í sölu á bensíni og olíu á þessu ári verði 3,7%, en í fjárlögum var reiknað með að sala á bensíni ykist um 1,9% og olíu um 3,1%. Gert er ráð fyrir að krónutölugjöld á bensín og olíu hækki um 5,1% á næsta ári.

Ríkissjóður fær miklar tekjur af bensíni og olíu á hverju ári. Allir tekjuliðir sem tengjast eldsneyti og bifreiðum skila minni tekjum í ár en reiknað var með í fjárlögum. Samdrátturinn nemur eitthvað á annað milljarð króna.

Til að bregðast við þessu verða svokölluð krónutölugjöld hækkuð um 5,1%. Þetta eru sérstakt vörugjald á bensín, olíugjald, kílómetragjald og bifreiðagjald. Almennt vörugjald á bensín verður hins vegar ekki hækkað.

Þá verður krónutölugjald á sérstakan skatt á raforku hækkað um 5,1% og sömuleiðis áfengisgjald og tóbaksgjald. Þetta allt samtals á að gefa ríkissjóði 1,9 milljarða í auknar tekjur á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert