Hækka skatta á bensín

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Það stefn­ir í að sam­drátt­ur í sölu á bens­íni og olíu á þessu ári verði 3,7%, en í fjár­lög­um var reiknað með að sala á bens­íni yk­ist um 1,9% og olíu um 3,1%. Gert er ráð fyr­ir að krónu­tölu­gjöld á bens­ín og olíu hækki um 5,1% á næsta ári.

Rík­is­sjóður fær mikl­ar tekj­ur af bens­íni og olíu á hverju ári. All­ir tekjuliðir sem tengj­ast eldsneyti og bif­reiðum skila minni tekj­um í ár en reiknað var með í fjár­lög­um. Sam­drátt­ur­inn nem­ur eitt­hvað á annað millj­arð króna.

Til að bregðast við þessu verða svo­kölluð krónu­tölu­gjöld hækkuð um 5,1%. Þetta eru sér­stakt vöru­gjald á bens­ín, ol­íu­gjald, kíló­metra­gjald og bif­reiðagjald. Al­mennt vöru­gjald á bens­ín verður hins veg­ar ekki hækkað.

Þá verður krónu­tölu­gjald á sér­stak­an skatt á raf­orku hækkað um 5,1% og sömu­leiðis áfeng­is­gjald og tób­aks­gjald. Þetta allt sam­tals á að gefa rík­is­sjóði 1,9 millj­arða í aukn­ar tekj­ur á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert