Landeyjahöfn að lokast á ný

Herjólfur í Landeyjarhöfn
Herjólfur í Landeyjarhöfn mbl.is/Ómar Óskarsson

Vegna óveðurs undanfarna daga og mikils öldugangs við Landeyjahöfn, eru vísbendingar um að dýpi í hafnarmynninu hafi minnkað það mikið að Herjólfur geti ekki siglt þar inn þegar hann hefur áætlun á mánudag.

Í tilkynningu frá Eimskip, sem gerir ferjuna út, segir að vegna breyttra aðstæðna í Landeyjahöfn mun Herjólfur sigla í Þorlákshöfn alla komandi viku, kl. 08:00  og 15:30 frá Vestmannaeyjum og til baka kl. 11:45 og 19:15.

Landeyjahöfn lokaðist í fyrrahaust vegna grynninga í og við höfnina. Dýpkun gekk illa vegna veðurs og frá byrjun janúar og fram á vor var höfnin lokuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert