Landspítala gert að lækka útgjöld

Landspítali í Fossvogi.
Landspítali í Fossvogi.

Landspítala er gert að lækka útgjöld um 630 milljónir króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, sem lagt var fram á Alþingi í dag.

Er þetta gert til að mæta aðhaldsmarkmiðum í ríkisfjármálum og svarar til 1,9% lækkunar á fjárheimild frá fjárlögum 2011. Af þessari fjárhæð eru 86 milljónir sem heyra til aðhaldsaðgerða, sem frestað var til ársins 2012 og tilheyrðu St. Jósefsspítala en sjúkrasvið Landspítala og St. Jósefsspítala voru sameinuð í febrúar á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert