Skjöldur milli þings og þjóðar

Frá Austurvelli í morgun
Frá Austurvelli í morgun Júlíus Sigurjónsson

„Menn eru mjög ósáttir vegna þess að hafa verið stillt upp fyrir framan þinghúsið og vera notaðir enn og aftur til að taka við reiði fólksins vegna atburða sem þeir eiga enga sök á,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna. „Mjög margir hafa verið í sambandi við okkur og lýst yfir óánægju sinni með þetta.“

Í yfirlýsingu frá landsambandinu segir að lögreglumönnum hafi borið skylda til að sinna lögmætum fyrirmælum yfirmanna sinn, „sem þeir og gerðu,“ segir í yfirlýsingunni. „Um þetta höfðu þeir ekkert val.  Þeim þykir miður að hafa verið notaður sem mannlegur skjöldur milli þingheims og þjóðar,“ segir ennfremur.

„Þetta fór vægast sagt illa í menn,“ segir Snorri. „En okkur ber að fara eftir lögmætum fyrirmælum og við sinnum þeim. Við erum mjög ósátt, en við eigum engra kosta völ. óhlýðnist lögreglumaður slíkum fyrirmælum á hann á hættu áminningu eða brottrekstur úr starfi. Ég mun leitast við að funda með innanríkisráðherra í næstu viku, þar sem farið verður yfir þetta,“ segir Snorri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert