Til athugunar er að fest verði kaup á nýrri björgunarþyrlu í samræmi við samning við Norðmenn um sameiginleg kaup með útboði.
Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Afhending þyrlu gæti þó ekki orðið fyrr en eftir 4-6 ár.
Fram kemur í frumvarpinu, að heildarkostnaður við smíði varðskipsins Þórs, sem nú er á leið til Íslands frá Síle, sé um 4,4 milljarðar króna. Að frátöldu gengistapi, þar sem útgjöldin eru í evrum, er smíðakostnaðurinn um 150 milljónum króna innan upphaflegrar áætlunar.