Smökkuðu íslensk epli

Átíðargestir virða fyrir sér hin mismunandi eplayrki sem voru til …
Átíðargestir virða fyrir sér hin mismunandi eplayrki sem voru til sýnis á sýningunni. Ljósmynd/JAK

Ávöxtur, hvatafélag um ræktun ávaxtatrjáa hélt árlega uppskeruhátíð sína í Kaffi Flóru, Grasagarðinum í Laugardag í dag. Nú er liðið rúmt ár síðan félagði var stofnað en meðal markmiða þess er að örva áhuga almennings og hvetja til ræktunar ávaxta á Íslandi.
 
Lilja Oddsdóttir, formaður Ávaxtar, greindi frá starfi félagsins og frumkvöðlar félagsins sýndu uppskeru sína en alls voru til sýnis 18 mismunandi epla yrki auk eins plómu yrkis.


Eftir að hafa hlýtt á fræðslu Jóns Þóris Guðmundssonar, garðyrkjufræðings frá Akranesi,  um hin ýmsu eplayrki gæddu uppskeruhátíðargestir sér á dýrindis eplakökum sem voru bakaðar úr íslenskum eplum sem Sæmundur Guðmundsson, eplaræktandi á Hellu lagði til. Hátíðinni lauk svo á því að gestir fengu að smakka á hinum mismunandi eplayrkjum sem voru til sýnis. Þess skal getið sérstaklega að allir ávextirnir sem voru til sýnis voru ræktaðir utandyra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka