„Það má segja að við höfum verið brautryðjendur í því koma á auðlegðarskatti. Í Bandaríkjunum er Obama að reyna að koma á Warren Buffett-skatti og ég hef þegar boðið honum tæknilega aðstoð ef hann þarf á því að halda.“ Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið.
Steingrímur sagði að út um allan heim væru menn að koma á auðlegðarskatti til að draga úr halla á fjárlögum. Bandaríkin væru að þessari leið og sömuleiðis Spánn.
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir að tekið verði upp viðbótarþrep í auðlegðarskatti, þ.e. á hreina eign yfir hærri mörkum en nú er. Þetta á að skila 1,5 milljarði til viðbótar en gert er ráð fyrir að auðlegðarskatturinn skili ríkissjóði 6.360 milljónum á næsta ári, en hann skilaði 3.849 milljónum í fyrra.
Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2012