Rekstrarútgjöld velferðarráðuneytisins verða skorin niður um rúmlega 2 milljarða á næsta ári, en samtals er fyrirhugað að lækka rekstrarútgjöld ríkissjóðs um 4,4 milljarða. Rekstrarútgjöld minni heilbrigðisstofnana verða lækkuð um hálfan milljarð.
Rekstrarútgjöld velferðarráðuneytisins lækka um 2 milljarða á milli ára eða 2,3%. Rekstrarútgjöld æðstu stjórnar ríkisins lækka um 2%, forsætisráðuneytisins um 2,8%, menntamálaráðuneytisins um 1,9%, utanríkisráðuneytisins um 3,9%, sjávar- og landbúnaðarráðuneytisins um 3,2%, innanríkisráðuneytisins um 2,6%, fjármálaráðuneytisins um 2,4%, iðnaðarráðuneytisins um 1,9%, efnahags- og viðskiptaráðuneytisins um 3% og umhverfisráðuneytisins um 2,1%.
Framlög til minni sjúkrahúsa á landsbyggðinni lækka milli ára. Lækkunin nemur 1,6 milljarði milli ára þegar frá eru taldar almennar launa- og verðlagsbreytingar. Raunlækkun útgjalda er því um 540 milljónir milli ára. Lækkunin er kemur misjafnt niður. Mest er hún hjá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar.