13 þingmenn mættu hjá Siðmennt

Frá þingsetningunni í gær.
Frá þingsetningunni í gær. mbl.is/Júlíus

Við setningu Alþingis í gær bauð Siðmennt þingmönnum til hugvekju á Hótel Borg.  Þetta er í fjórða sinn sem Siðmennt býður þeim alþingismönnum sem það kjósa að hlusta á heimspekilega hugvekju í stað messu í tilefni af setningu Alþingis.

 Á þessum samverustundum hafa verið flutt stutt erindi um heimspekileg og siðræn málefni. Nú þáðu 13 alþingismenn frá 4 af 5 flokkum á Alþingi og utan flokka, boð félagsins. „ Þetta er 1/5 hluti þingmanna og er mikið stökk í þátttöku.  Siðmennt þakkar þeim fyrir komuna og ánægjulega stund saman.  Þingmenn og aðrir gæddu sér á léttum morgunverði auk þess að fá góðan skammt af andlegri næringu úr hugvekju sem flutt var við góðar undirtektir,“ segir í tilkynningu frá Siðmennt.

Hefðbundið er að við setningu Alþingis hlusti þingmenn á messu í Dómkirkju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert