Pétur semur nýtt kvótafrumvarp

Pétur H. Blöndal alþingismaður.
Pétur H. Blöndal alþingismaður. mbl.is/Ómar

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera að skrifa nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða sem feli í sér alveg nýja nálgun að eignarhaldinu á auðlindinni.

Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu þingmannsins. „Ég er að skrifa nýtt kvótafrumvarp. Með allt aðra nálgun á eignarhaldið, hver eigi auðlindina. Það verður spennandi að sjá viðbrögðin hjá ýmsum aðilum. Fleiri hugmyndir gefa ekkert annað en betri lausn."

Kvótafrumvarp sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram í vor hefur verið harðlega gagnrýnt og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í vikunni að frumvarpið hefði verið gallað. Ekki liggur fyrir hver næstu viðbrögð ríkisstjórnarinnar verða en ekki er full samstaða um málið í stjórnarflokkunum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert