Ríkið skuldar 1.386 milljarða

Steingrímur J. Sigfússoon fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir fjölmiðlum í gær.
Steingrímur J. Sigfússoon fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir fjölmiðlum í gær. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Skuldir ríkisins nema nú um 1.386 milljörðum króna og áætlað er að þær verði 1.406 milljarðar í árslok 2012. Áður en kreppan skall á skuldaði ríkið 311 milljarða.

Skuldir ríkissjóðs þrefölduðust á árinu 2008 og hafa síðan hækkað ár frá ári. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ríkissjóður sé að verða sjálfbær og stutt sé í að ríkið geti farið að lækka skuldir.

„Í dag skuldar ríkið rúm 80% af VLF og sveitarfélögin í heild um 20%. Hvað ríkið varðar þá ætti að vera raunhæft að ætla út frá aðhaldssamri ríkisfjármálastefnu samhliða auknum hagvexti að ríkissjóður geti minnkað skuldir sínar á næstu árum og að á árabilinu 2016-2019 verði skuldir ríkissjóðs komnar niður fyrir 45-50% af VLF. Á þeim tíma er ekki óeðlilegt að gera þá kröfu að skuldastaða sveitarfélaganna fari jafnt og þétt batnandi og verði ekki hærri en 12-15% af VLF. Þar með myndi staða á skuldum hins opinbera í heild vera í kringum 60% af VLF en það eru ásættanleg viðmið þegar kemur að skuldastöðu þess,“ segir í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert