Seljum ekki kjölfestuhlut

Landsbanki Íslands.
Landsbanki Íslands. mbl.is / Hjörtur

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir ekki útilokað að hlutabréf ríkisins í Landsbankanum verði seld á næsta ári, en ríkið verði þó áfram kjölfestufjárfestir í bankanum. Gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs að ríkið selji eignir fyrir 7 milljarða.

Í fjárlagafrumvarpinu er ekki tekið fram hvaða eignir ríkið fyrirhugar að selja. Aðspurður sagði Steingrímur ýmislegt koma til greina í þeim efnum. Það geti verið eignarhlutir, jarðir og fleira. Hann segir ekkert aðalatriði hvort salan skili 5 eða 9 milljörðum á næsta ári. Menn ætli hins vegar að bjóða eignir sem ríkissjóður á til sölu.

Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi næsta árs segir „að gert sé ráð fyrir að samanlagðar tekjur fastafjármuna og peningalegra eigna ríkissjóðs nemi 7,6 milljörðum árið 2012. Þar af séu 7 milljarðar samkvæmt sérstökum áformum um aukna tekjuöflun vegna áætlunarinnar um jöfnuð í ríkisfjármálum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert