Þyrlan sótti sjúkling

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Af vef Landhelgisgæslunnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag beðin að sækja sjúkling að Flúðum, en um bráðatilfelli var að ræða. Þyrlan lenti með sjúklinginn við Landspítalann í Fossvogi um hádegisbil.

Flugið gekk vel, en talsverð þoka er á Suðurlandi og þurfti þyrlan því að fljúga í meiri hæð en hún gerir venjulega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert