Nærri 26 þúsund í alvarlegum vanskilum

Hinn 1. október 2011 voru 25.685 einstaklingar í alvarlegum vanskilum, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu Creditinfo. Er þar átt við vanskil sem varað hafa lengur en 90 daga og hafa oftar en ekki farið fyrir dóm.

Af þessum fjölda eru 16.980 einstaklingar skráðir með árangurslaust fjárnám þar sem engar eignir eða ekki nægilegar eignir hafa fundist til að tryggja kröfur. Þá hafa 572 verið úrskurðaður gjaldþrota.

Creditinfo segir að árangurslausum fjárnámum hafi fjölgað verulega á fyrri hluta árs. Hjá sýslumannsembættum hafi mörg aðfararmál líklega verið sett í bið á meðan lánveitendur og lántakendur hafi athugað möguleika á greiðslusamkomulagi og uppgjöri. Einhver hluti þeirra mála hefur verið leystur með þeim hætti en jafnframt sé ljóst að þessi möguleiki sé ekki fyrir hendi í mörgum tilvikum og hafi þeim málum verið lokið með árangurslausu fjárnámi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert