Baldur siglir aftur um Breiðafjörð

Breiðafjarðarferjan Baldur.
Breiðafjarðarferjan Baldur. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Breiðafjarðarferjan Baldur hefur siglingar að nýju milli Stykkishólms og Brjánslækjar á morgun, eftir að hafa leyst Herjólf af í siglingum milli lands og eyja í um mánaðartíma.

Mikil óánægja var meðal íbúa, sveitarstjórnarmanna og ferðaþjónustufyrirtækja á sunnanverðum Vestfjörðum með að Baldur skyldi leysa Herjólf af.

Það var Vegagerðin sem tók ákvörðunina, en að mati stofnunarinnar var það réttlætanlegt að leggja niður ferðir Baldurs á þessum tíma þar sem vegir eiga að vera færir og engar þungatakmarkanir í gangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert