Fjölgar á Austurvelli

Fólki hefur verið að fjölga á Austurvelli við þinghúsið.
Fólki hefur verið að fjölga á Austurvelli við þinghúsið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Margt fólk er komið saman á Austurvelli í þeim tilgangi að mótmæla, en umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fara fram á Alþingi í kvöld. Mótmælin hafa verið friðsamleg.

Fólki fjölgaði á Austurvelli eftir kl. 19 í kvöld. Búið er að koma fyrir um 40 tunnum fyrir framan þinghúsið og er hávaðinn mikill. Mótmælendur kveiktu á blysum sem þeir halda á lofti.

Búið er að girða þinghúsið af. Lögreglumenn fylgjast með mótmælunum, en þeir hafa ekki þurft að hafa afskipti af mótmælendum, enn sem komið er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka