Framlag Íslands mikilvægt í árásunum á Líbíu

Anders Fogh Rasmussen
Anders Fogh Rasmussen Reuters

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum NATO í Brussel í dag sagði Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, að með aðkomu NATO að uppreisninni í Líbíu hefði náðst „frábær, frábær, frábær árangur“.

Rasmussen bætti síðar við þeim varúðarorðum; „eða einsog þetta lítur út í dag“. En einsog kunnugt er framlengdi NATO nýlega leiðangur sinn í Líbíu um 90 daga, „en við erum tilbúin til að stoppa hann hvenær sem er,“ bætti Rasmussen við.

Hann var spurður hvort hægt væri að nota orð einsog frábært þegar litið væri til mannfalls óbreyttra borgara í Líbíu. Rasmussen sagði að þrátt fyrir 24.000 árásir NATO liða hefði ekki enn verið sýnt fram á eitt einasta fall óbreytts borgara vegna árása þess.

Hann var spurður að því á fundinum hvort með hliðsjón af því að Ísland hefði minnkað framlag sitt til uppbyggingarstarfsins í Afganistan og væri ekki með neitt framlag til aðgerðanna í Líbíu, þetta væri viðunandi af meðlimi í bandalaginu?

„Framlag Íslands til aðgerðanna í Líbíu er mikilvægt, rétt einsog allra meðlima bandalagsins,“ sagði þá Rasmussen. „Framlag Íslands er pólitískt og líka efnahagslegt vegna þeirra sameiginlegu sjóða NATO sem eru notaðir til aðgerðanna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert