Enginn fulltrúi Hæstaréttar var við setningu Alþingis á laugardaginn og er það í fyrsta sinn sem það gerist, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, en hann sagði að ástæður þess hefðu verið persónulegar.
Helgi segist halda að umgjörð í kringum mótmæli verði nú endurskoðuð eftir mótmælin á laugardaginn.
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í kvöld þegar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar.