Furða sig á kynjaskiptingu í nefndum

Frá þingfundi á Alþingi.
Frá þingfundi á Alþingi.

Lands­stjórn Lands­sam­bands fram­sókn­ar­kvenna lýs­ir yfir furðu sinni á nýrri skip­an í fasta- og alþjóðanefnd­ir Alþing­is.

Aðeins ein kona sé aðalmaður í fjár­laga­nefnd Alþing­is eða ein­ung­is 11% nefnd­ar­manna og 2 kon­ur í efna­hags- og viðskipta­nefnd eða 22% nefnd­ar­manna. Sama hlut­fall sé að finna í bæði í at­vinnu­vega­nefnd og ut­an­rík­is­mála­nefnd.

„Lands­stjórn Lands­sam­bands fram­sókn­ar­kvenna álykt­ar að Alþingi þurfi að setja sér skýr­ar jafn­rétt­is­regl­ur við val í nefnd­ir sín­ar. Þær má t.d. út­færa þannig að hver þing­flokk­ur/​stjórn­mála­afl til­greini ætíð konu og karl sem aðal- og vara­mann og þegar nefnd­irn­ar séu sett­ar sam­an sé tekið til­lit til fjölda beggja kynja og sé um skakkt kynja­hlut­fall að ræða sé aðal­manni af því kyni sem of­fram­boð er af skipt út fyr­ir vara­mann af hinu kyn­inu. Geti þing­flokk­ar ekki komið sér sam­an um hver þarf að skipta út fólki skuli varpað hlut­kesti," seg­ir í álykt­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert