Furða sig á kynjaskiptingu í nefndum

Frá þingfundi á Alþingi.
Frá þingfundi á Alþingi.

Landsstjórn Landssambands framsóknarkvenna lýsir yfir furðu sinni á nýrri skipan í fasta- og alþjóðanefndir Alþingis.

Aðeins ein kona sé aðalmaður í fjárlaganefnd Alþingis eða einungis 11% nefndarmanna og 2 konur í efnahags- og viðskiptanefnd eða 22% nefndarmanna. Sama hlutfall sé að finna í bæði í atvinnuveganefnd og utanríkismálanefnd.

„Landsstjórn Landssambands framsóknarkvenna ályktar að Alþingi þurfi að setja sér skýrar jafnréttisreglur við val í nefndir sínar. Þær má t.d. útfæra þannig að hver þingflokkur/stjórnmálaafl tilgreini ætíð konu og karl sem aðal- og varamann og þegar nefndirnar séu settar saman sé tekið tillit til fjölda beggja kynja og sé um skakkt kynjahlutfall að ræða sé aðalmanni af því kyni sem offramboð er af skipt út fyrir varamann af hinu kyninu. Geti þingflokkar ekki komið sér saman um hver þarf að skipta út fólki skuli varpað hlutkesti," segir í ályktun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert