Pattstaða í stjórnmálum

Höskuldur Þórhallsson og Birgir Ármannsson á Alþingi.
Höskuldur Þórhallsson og Birgir Ármannsson á Alþingi. mbl.is

Til að kom­ast út úr þeirri patt­stöðu sem nú rík­ir í stjórn­mál­um þarf að rjúfa þing og boða til nýrra kosn­inga. Þetta sagði Birg­ir Ármanns­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á alþingi í umræðu um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra.

„Við Íslend­ing­ar búum við kreppu­ástand – bæði efna­hagskreppu og stjórn­málakreppu. Vanda­mál­in á efna­hags­sviðinu og stjórn­mála­sviðinu tengj­ast og tvinn­ast sam­an með ýms­um hætti – en í stuttu máli þá náum við ekki tök­um á þeim fyrri nema okk­ur tak­ist að leysa þau síðari. Við mun­um ekki ná tök­um á efna­hags­mál­un­um, nema við kom­umst út úr þeirri póli­tísku krísu, sem ein­kennt hef­ur und­an­far­in ár. Á lausn þess vanda ber­um við öll ábyrgð, hvert með sín­um hætti,“ sagði Birg­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert