Pattstaða í stjórnmálum

Höskuldur Þórhallsson og Birgir Ármannsson á Alþingi.
Höskuldur Þórhallsson og Birgir Ármannsson á Alþingi. mbl.is

Til að komast út úr þeirri pattstöðu sem nú ríkir í stjórnmálum þarf að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Þetta sagði Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á alþingi í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra.

„Við Íslendingar búum við kreppuástand – bæði efnahagskreppu og stjórnmálakreppu. Vandamálin á efnahagssviðinu og stjórnmálasviðinu tengjast og tvinnast saman með ýmsum hætti – en í stuttu máli þá náum við ekki tökum á þeim fyrri nema okkur takist að leysa þau síðari. Við munum ekki ná tökum á efnahagsmálunum, nema við komumst út úr þeirri pólitísku krísu, sem einkennt hefur undanfarin ár. Á lausn þess vanda berum við öll ábyrgð, hvert með sínum hætti,“ sagði Birgir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka