Ræða um lærdóma af kreppunni

Paul Krugman.
Paul Krugman.

Heimsþekktir hagfræðingar á borð við Paul Krugman, Simon Johnson og Martin Wolf munu taka þátt í ráðstefnu, sem haldin verður hér á landi síðar í október um árangur Íslands í baráttunni við efnahagskreppuna og þau viðfangsefni sem bíða úrlausnar.

Íslensk stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn standa sameiginlega að ráðstefnunni, sem haldin verður 27. október.

Fram kemur á vef efnahagsráðuneytisins, að ráðstefnan skiptist í þrjá hluta. Þátttakendur muni leggja mat á þau úrræði sem notuð voru til að bregðast við kreppunni, svo sem beitingu gjaldeyrishafta og endurskipulagningu bankakerfisins. Þá verði fjallað um það markmið Íslands að standa vörð um velferðarkerfið á sama tíma og ráðist var í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Loks verði rætt hvernig þessi stefnumál hafi verið útfærð í efnhagsáætlun stjórnvalda sem unnin var í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og lauk í ágúst.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun setja ráðstefnuna og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, flytur upphafsávarp. Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra mun einnig ávarpa ráðstefnuna. Henni lýkur svo með pallborðsumræðum með þátttöku Nemat Shafik, Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra og hagfræðinganna Paul Krugman, Simon Johnson, Martin Wolf og Gylfa Zoëga.

Efnahagsráðuneytið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert