Stefnuræða á Alþingi

Þingmenn á Alþingi í kvöld.
Þingmenn á Alþingi í kvöld. mbl.is/Ómar

Stefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og umræður um hana fara fram á Alþingi í kvöld. Hægt er að fylgjast með umræðunum hér á síðunni.

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, Framsóknarflokkur og  Hreyfingin.

Ræðumenn Samfylkingarinnar verða í fyrstu umferð Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra í annarri og Magnús Orri Schram, 7. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokk verða Bjarni Benediktsson, 2. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrstu umferð, Ólöf Nordal, 2. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri umferð og Birgir Ármannsson, 11. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Vinstri hreyfinguna - grænt framboð verða Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í fyrstu umferð, í annarri Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og í þriðju umferð Þráinn Bertelsson, 9. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður.

Fyrir Framsóknarflokk tala Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, í annarri Vigdís Hauksdóttir, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þriðju umferð Ásmundur Einar Daðason, 9. þingmaður Norðvesturkjördæmis.

Fyrir Hreyfinguna tala í fyrstu umferð Birgitta Jónsdóttir, 9. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri Þór Saari, 9. þingmaður Suðvesturkjördæmis, og í þriðju umferð Margrét Tryggvadóttir, 10. þingmaður Suðurkjördæmis.

Síðust í fyrstu umferð tala þingmenn utan flokka:
Lilja Mósesdóttir, 6. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, og Guðmundur Steingrímsson, 8. þingmaður Norðvesturkjördæmis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert