Talaði eins og stjórnmálamaður en ekki forseti

Frá Alþingi í kvöld.
Frá Alþingi í kvöld. mbl.is/Ómar

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, sagði á Alþingi í kvöld að sérstakar reglur giltu um ræðustól Alþingis og sá sem þar talaði ætti átt von á því að aðrir veiti andsvör í sama máli eða sýni viðbrögð á annan hátt.

„Frá þessu er ein undantekning," sagði Svandís. „Forseti Íslands. Honum er ætlað að flytja boðskap samstöðu og sameiningar með þjóðinni. Síðastliðinn laugardag var það ekki svo. Forsetinn tók til máls sem stjórnmálamaður en ekki forseti. Þingheimur átti þess ekki kost að svara honum á sama vettvangi heldur sátum við eins og þægur skólabekkur undir lestrinum."

Svandís sagði, að ná verði samstöðu um tillögur stjórnlagaráðs með því að bera virðingu fyrir sjónarmiðum hvers annars. Vilji væri til þess hjá öllum flokkum á Alþingi að vanda til málsins á alla lund. Í byrjun væri það best gert með því að skapa frið um málið á Alþingi og þess vegna hefðu þingmenn ekki dregið umræðu um tillögurnar inn í venjulegt stjórnmálakarp eða sér til framdráttar.

„Við skulum ekki láta ræðu forseta Íslands spilla fyrir þeim góða vilja til samstöðu og sanngirni sem hér er í stjórnarskrármálinu og var í stjórnlagaráði," sagði Svandís.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert