Þvert á gefin fyrirheit

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp næsta árs.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp næsta árs.

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, gagn­rýn­ir harðlega niður­skurð í vel­ferðar­mál­um í fjár­laga­frum­varpi næsta árs. „Það var klárt sam­kvæmt sam­komu­lagi okk­ar við stjórn­völd frá því í maí að at­vinnu­leys­is­trygg­inga­bæt­ur og líf­eyr­is­trygg­inga­bæt­ur ættu að hækka í sam­ræmi við hækk­un lægstu launa,“ seg­ir Gylfi.

„En þetta frum­varp ger­ir ráð fyr­ir því að bæt­ur al­manna­trygg­inga hækki bara um 3,5 pró­sent, sem er klár­lega í and­stöðu við þau fyr­ir­heit sem voru gef­in og al­veg ljóst að hart verði tekið á því í mínu baklandi. Þetta eru líf­eyr­is­rétt­indi okk­ar fé­lags­manna, þ.e. al­manna­trygg­ing­arn­ar og við sjá­um eng­in rök fyr­ir því að þeir sem eru á at­vinnu­leys­is­bót­um séu með minni hækk­an­ir,“ bæt­ir Gylfi við í Morg­un­blaðinu í dag.

Í um­fjöll­un um fjár­laga­frum­varpið í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að til­lög­ur um sér­stak­an launa­skatt á banka, líf­eyr­is­sjóði og vá­trygg­inga­fé­lög, sem á að skila 4,5 millj­örðum, mæti einnig hörðum viðbrögðum.

Arn­ar Sig­ur­munds­son, formaður Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, seg­ir skatt­inn tvö­falda launa­skatt á fjár­mála­fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóði sem leiði til hærri rekstr­ar­kostnaðar sem komi fram í líf­eyr­is­greiðslum til sjóðfé­lag­anna verði skatt­ur­inn að veru­leika.

Friðbert Trausta­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja, seg­ist ekki trúa því að rík­is­stjórn­in ætli sér að leggja sér­stak­an skatt á eina starfs­stétt um­fram aðrar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert