Unnu í Noregi fyrir lúsarlaun

Quality Hotel Expo, sem verið er að byggja á Fornebu.
Quality Hotel Expo, sem verið er að byggja á Fornebu.

Norska rík­is­út­varpið, NRK, seg­ir að ís­lensk­ir pípu­lagn­inga­menn hafi lús­ar­laun, 54 norsk­ar krón­ur á tím­ann, eða tæp­ar 1100 krón­ur ís­lensk­ar, í bygg­ing­ar­vinnu í Nor­egi. Slíkt sé gróft brot á vinnu­markaðslög­um.

NRK seg­ir, að um 20 Íslend­ing­ar starfi fyr­ir fyr­ir­tæki, sem er að reisa stóra bygg­ingu á Forne­boe þar sem verður til húsa hót­el, skrif­stof­ur og rann­sókn­ar­stof­ur. Nokkr­ir af rík­ustu mönn­um Nor­egs, þar á meðal  Petter Stor­da­len, Arth­ur Buch­ar­dt og Kj­ell Inge Røkke munu leigja þarna hús­næði.

NRK hef­ur eft­ir Daní­el Gunn­ars­syni, ein­um af ís­lensku pípu­lagn­inga­mönn­un­um, að þeir fái ekki greitt sam­kvæmt norsk­um lög­um held­ur ís­lensk­um lög­um. Þá seg­ir hann, að þótt laun­in þyki lág í Nor­egi séu þau ekki eins lág þegar þau séu reiknuð í ís­lensk­um krón­um. 

Íslend­ing­arn­ir starfa á vef­um fyr­ir­tæk­is­ins Pípu­lagna­verk­taka ehf. Haft er eft­ir Þor­steini Pét­urs­syni, verk­efn­is­stjóra, að vissu­lega séu greidd lág laun en það stafi af mis­skiln­ingi. Áður en verk­efnið hófst í Nor­egi hafi fyr­ir­tækið fengið ranga ráðgjöf um hvernig reikna eigi laun­in út. 

NRK seg­ir, að norska vinnu­eft­ir­litið telji að um geti verið að ræða gróft brot á vinnu­markaðslög­um og er að rann­saka málið.  

Vef­ur norska rík­is­út­varps­ins

Rang­færsl­ur í frétt NRK

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka