Biskup þakkar Róberti Spanó

Landakotskirkja.
Landakotskirkja. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Biskup Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi þakkar í Kaþólska kirkjublaðinu Róberti Spanó lagaprófessor fyrir að hafa komið á laggirnar rannsóknarnefnd vegna ásakana á hendur tveimur prestum og einum starfsmanni um kynferðisleg brot.

Einnig segir að til þess að virða fyllilega störf nefndarinnar muni biskupinn, prestarnir, reglusysturnar og starfsmenn Kaþólsku kirkjunnar ekki tjá sig opinberlega um málið á meðan rannsóknin stendur. Þá býður biskupinn nefndarmenn velkomna til starfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert