Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið lokið

mbl.is/Ómar

Þor Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að niðurskurðurinn til heilbrigðismála verði hrikalegur og mun lenda illa á Landspítalanum og veiku fólki. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið lauk í kvöld.

Frumvarpið fer núna til ítarlegrar umfjöllunar í fjárlaganefnd. Nefndin gerir jafnan breytingar á frumvarpinu. Áður en frumvarpið er endanlega afgreitt verður lögð fram ný þjóðhagsspá, en forsendur frumvarpsins ráðast af hagvexti, verðbólgu, atvinnuleysi og fleiri þáttum.

Þór Saari sagði við umræðuna að skuldaklafi hins opinbera, fyrirtækja, heimila og einstaklinga sé orðin það mikill að ekki verði lengur staðið undir honum vegna þess skaða sem niðurskurðurinn veldur í samfélaginu. „Heppilegra væri að fara aðrar leiðir sem eru viðurkenndar þegar skuldarar komast í svo slæma stöðu. Við erum því miður orðin föst í þessum þekkta vítahring niðurskurðar og skattahækkana og munum ekki komast út úr honum nema með róttækri endurskipulagningu skulda ríkissjóðs.“

Grein Þórs á Eyjunni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert