Gæsaskytta gaf sig fram

Gæsaskyttan var viðstaddur mótmælin í gærkvöldi í friðsömum tilgangi að …
Gæsaskyttan var viðstaddur mótmælin í gærkvöldi í friðsömum tilgangi að sögn lögreglu. mbl.is/Árni Sæberg

Karl­maður gaf sig fram við lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu í dag í kjöl­far frétta af því að tvö skot­hylki hefðu fund­ist við þing­húsið. Lög­regl­an seg­ir að maður­inn, sem sé gæsa­skytta, hafi lík­lega misst þau við þing­húsið í gær. Eng­in ástæða sé til að gruna mann­inn um græsku.

Hörður Jó­hann­es­son, aðstoðarlög­reglu­stjóri lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir í sam­tali við mbl.is að búið sé að greina þing­inu frá þess­um upp­lýs­ing­um. Málið sé að mestu upp­lýst og mun lög­regl­an því ekk­ert aðhaf­ast frek­ar.

„Það gaf sig fram maður sem heyrði þessa frétt og hafði verið á Aust­ur­velli í gær. Það stóð þannig á að hann var með nokk­ur skot í vas­an­um, því hann hafði verið á gæsa­skytte­ríi um helg­ina. Og hann gæti hafa misst tvö, þrjú eða fjög­ur skot í gær. Hann var ekki al­veg viss um það. En þegar hann heyrði þess­ar frétt­ir þá kom hann hingað og gaf sig fram og sagði frá þessu,“ seg­ir Hörður.

Hörður seg­ir að maður­inn hafi verið með nokk­ur skot í vas­an­um sem lög­regl­an gat borið sam­an við þau sem fund­ust fyr­ir fram­an þing­húsið í morg­un. „Þessi skot sem fund­ust voru sama teg­und. Þannig að þetta er mjög lík­leg skýr­ing,“ bæt­ir hann við.

Aðspurður seg­ir Hörður: „Þetta er veiðimaður og við fór­um yfir regl­urn­ar sem gilda [verklags­regl­ur um skot­vopn og skot­færi].“ Maður­inn hafi gert grein fyr­ir sér og sín­um ferðum.

„Við höf­um enga ástæðu til að gruna þenn­an mann um græsku.“ Hann hafi verið viðstadd­ur mót­mæl­in í gær í friðsöm­um til­gangi.

Þá hef­ur lög­regl­an sent frá sér til­kynn­ingu um málið.

Fundu skot­hylki við þing­húsið

„Þing­menn slegn­ir“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert