Hagfræðistofnun skoðar verðtrygginguna

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist vera hlynnt afnámi verðtryggingar.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist vera hlynnt afnámi verðtryggingar. mbl.is/Ómar

Ríkisstjórnin samþykkti í dag að fela Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að meta áhrif afnáms verðtryggingar á þjóðarhag, heimilin, lífeyrisþega, hið opinbera, fyrirtæki og fjármálastofnanir.

Þann 1. október sl. afhenti formaður Hagsmunasamtaka heimilanna forsætisráðherra undirskriftalista með nöfnum 33.525 einstaklinga þar sem krafist er afnáms verðtryggingar og leiðréttingar á stökkbreyttum lánum til heimilanna. Með þessum kröfum fylgja fjórar mismunandi leiðir til leiðréttingar á lánum.  Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var fjallað um ofangreindar kröfur og var samþykkt tillaga forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur um að fela Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að meta áhrif þeirra á þjóðarhag, en einnig á afkomu og efnahag heimila, lífeyrisþega í nútíð og framtíð, hins opinbera, fyrirtækja og fjármálastofnana.  Hagfræðistofnun hefur tekið verkið að sér og má reikna með að greinargerð geti legið fyrir í nóvember nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert