Hlegið að Íslendingum

Michael Lewis.
Michael Lewis. mbl.is

Íslenskir karlmenn sannfærðu sjálfa sig um að þeir væru fjármálasnillingar sem hefðu sérstaka eiginleika í farteskinu til að herja á erlenda markaði í fjármálaútrás. Svo kemst metsöluhöfundurinn Michael Lewis að orði um íslenska hrunið í viðtalsþættinum Charlie Rose á sjónvarpsstöðinni Bloomberg.

Milljónir manna horfa á viðtalsþætti Rose og er skemmst að minnast viðtals hans við fjárfestinn Warren Buffett þar sem auðjöfurinn lýsti yfir þeirri skoðun sinni að efnuðustu Bandaríkjamennirnir ættu að greiða hærri skatta.

Rose ræddi við Lewis um íslenska hrunið og var sá kafli nokkrar mínútur.

Lýsti Lewis, sem skrifar um Ísland í nýrri bók sinni Boomerang: Travels in the New Third World, tekur dæmi af íslenskum fiskimanni sem hafi fengið leyfi til að braska með gjaldeyri án þess að hafa nokkurn tímann setið fjármálanámskeið.

Þá rifjar hann upp kaup Hannesar Smárasonar í American Airlines og telur það dæmi um hvernig Íslendingar hafi sagt öðrum til á sviðum sem þeir vissu lítið um sjálfir.

Lewis leggur áherslu á smæð íslensku þjóðarinnar og segir ástæðuna fyrir því að ekki vöknuðu grunsemdir um meinta fjármálasnilli þjóðarinnar liggja í þeirri ímynd sem þjóðin sannfærði sjálfa sig um að væri rétt, að fjármálaútrás væri Íslendingum í blóð borin.

Hlógu þeir Rose að dæmunum sem Lewis notaði til að lýsa íslenska hruninu.

Komst Lewis svo að orði að margir íslenskir fjármálamenn hefðu sótt framhaldsnám sitt til Bandaríkjanna og svo snúið heim og breytt landi sínu í skrípamynd af bandarísku viðskiptalífi.

Íslendingar hafi í kjölfar hrunsins skipt um ríkisstjórn og falið konum stjórn mála eftir að testósteróndrifin útrás beið skipbrot.

Einnig var rætt um Írland og Grikkland og sagði Lewis þá að gríska ríkið væri þegar orðið gjaldþrota.

Áhugasamir geta séð viðtal Rose við Lewis hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert