Hlegið að Íslendingum

Michael Lewis.
Michael Lewis. mbl.is

Íslensk­ir karl­menn sann­færðu sjálfa sig um að þeir væru fjár­málasnill­ing­ar sem hefðu sér­staka eig­in­leika í fartesk­inu til að herja á er­lenda markaði í fjár­mála­út­rás. Svo kemst met­sölu­höf­und­ur­inn Michael Lew­is að orði um ís­lenska hrunið í viðtalsþætt­in­um Charlie Rose á sjón­varps­stöðinni Bloom­berg.

Millj­ón­ir manna horfa á viðtalsþætti Rose og er skemmst að minn­ast viðtals hans við fjár­fest­inn War­ren Buf­fett þar sem auðjöf­ur­inn lýsti yfir þeirri skoðun sinni að efnuðustu Banda­ríkja­menn­irn­ir ættu að greiða hærri skatta.

Rose ræddi við Lew­is um ís­lenska hrunið og var sá kafli nokkr­ar mín­út­ur.

Lýsti Lew­is, sem skrif­ar um Ísland í nýrri bók sinni Boomerang: Tra­vels in the New Third World, tek­ur dæmi af ís­lensk­um fiski­manni sem hafi fengið leyfi til að braska með gjald­eyri án þess að hafa nokk­urn tím­ann setið fjár­mála­nám­skeið.

Þá rifjar hann upp kaup Hann­es­ar Smára­son­ar í American Air­lines og tel­ur það dæmi um hvernig Íslend­ing­ar hafi sagt öðrum til á sviðum sem þeir vissu lítið um sjálf­ir.

Lew­is legg­ur áherslu á smæð ís­lensku þjóðar­inn­ar og seg­ir ástæðuna fyr­ir því að ekki vöknuðu grun­semd­ir um meinta fjár­málasnilli þjóðar­inn­ar liggja í þeirri ímynd sem þjóðin sann­færði sjálfa sig um að væri rétt, að fjár­mála­út­rás væri Íslend­ing­um í blóð bor­in.

Hlógu þeir Rose að dæmun­um sem Lew­is notaði til að lýsa ís­lenska hrun­inu.

Komst Lew­is svo að orði að marg­ir ís­lensk­ir fjár­mála­menn hefðu sótt fram­halds­nám sitt til Banda­ríkj­anna og svo snúið heim og breytt landi sínu í skrípa­mynd af banda­rísku viðskipta­lífi.

Íslend­ing­ar hafi í kjöl­far hruns­ins skipt um rík­is­stjórn og falið kon­um stjórn mála eft­ir að testó­steróndrif­in út­rás beið skip­brot.

Einnig var rætt um Írland og Grikk­land og sagði Lew­is þá að gríska ríkið væri þegar orðið gjaldþrota.

Áhuga­sam­ir geta séð viðtal Rose við Lew­is hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert