Hrím í Esjunni

Grá slikja var efst í Esjunni í morgun.
Grá slikja var efst í Esjunni í morgun. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Borg­ar­bú­ar hafa ef­laust tekið eft­ir að grá slikja var efst í Esj­unni í morg­un þegar þeir héldu til vinnu. Ekki var þó um snjó að ræða sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stof­unni held­ur hafði hrímað í henni yfir nótt. Svalt verður næstu þrjá daga en svo á að fara hlýn­andi aft­ur.

Svalt loft var fyr­ir ofan borg­ina í nótt og því fölnaði efsti hluti fjalls­ins en hita­stigið í borg­inni fór lægst niður í fjór­ar gráður. Að sögn veður­fræðings á vakt eru eng­ar frétt­ir í því að Esj­an fölni í byrj­un októ­ber. Þetta hafi verið til­tölu­lega hefðbundið haust hingað til og oft verið kald­ara í sept­em­ber­mánuði en í ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert