Hrím í Esjunni

Grá slikja var efst í Esjunni í morgun.
Grá slikja var efst í Esjunni í morgun. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Borgarbúar hafa eflaust tekið eftir að grá slikja var efst í Esjunni í morgun þegar þeir héldu til vinnu. Ekki var þó um snjó að ræða samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni heldur hafði hrímað í henni yfir nótt. Svalt verður næstu þrjá daga en svo á að fara hlýnandi aftur.

Svalt loft var fyrir ofan borgina í nótt og því fölnaði efsti hluti fjallsins en hitastigið í borginni fór lægst niður í fjórar gráður. Að sögn veðurfræðings á vakt eru engar fréttir í því að Esjan fölni í byrjun október. Þetta hafi verið tiltölulega hefðbundið haust hingað til og oft verið kaldara í septembermánuði en í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert