„Þingmenn slegnir“

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is, kallaði for­sæt­is­nefnd Alþing­is og for­menn þing­flokk­anna sam­an í dag til að upp­lýsa þing­menn um skot­hylki sem fund­ust fyr­ir fram­an þing­húsið í morg­un. Hún seg­ir að málið sé nú í hönd­um lög­regl­unn­ar.

Tvö 22. kalíbera skot­hylki með skot­um í fund­ust við hrein­gern­ingu við þing­húsið um kl. 10 í morg­un og var þeim komið í hend­ur þingvarða. Þau eru nú í vörslu lög­regl­unn­ar.

Ásta Ragn­heiður seg­ir í sam­tali við mbl.is að nefnd­in og for­menn þing­flokk­anna hafi fundað fyr­ir há­degi. Þar óskaði hún eft­ir því að all­ir þing­menn og starfs­menn Alþing­is yrðu upp­lýst­ir um málið og sömu­leiðis fjöl­miðlar.

Spurð um viðbrögð annarra þing­manna seg­ir Ásta Ragn­heiður: „Menn eru nátt­úru­lega slegn­ir yfir þessu. Þetta er grafal­var­legt, það ber öll­um sam­an um það.“

Aðspurð seg­ir hún að málið sé nú hjá lög­regl­unni. „Við mun­um síðan ræða þetta í for­sæt­is­nefnd­inni á næsta fundi eða síðar. Líka ef það kem­ur eitt­hvað fram í sam­bandi við þetta,“ seg­ir for­seti Alþing­is.

Fundu skot­hylki við þing­húsið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka