„Þingmenn slegnir“

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, kallaði forsætisnefnd Alþingis og formenn þingflokkanna saman í dag til að upplýsa þingmenn um skothylki sem fundust fyrir framan þinghúsið í morgun. Hún segir að málið sé nú í höndum lögreglunnar.

Tvö 22. kalíbera skothylki með skotum í fundust við hreingerningu við þinghúsið um kl. 10 í morgun og var þeim komið í hendur þingvarða. Þau eru nú í vörslu lögreglunnar.

Ásta Ragnheiður segir í samtali við mbl.is að nefndin og formenn þingflokkanna hafi fundað fyrir hádegi. Þar óskaði hún eftir því að allir þingmenn og starfsmenn Alþingis yrðu upplýstir um málið og sömuleiðis fjölmiðlar.

Spurð um viðbrögð annarra þingmanna segir Ásta Ragnheiður: „Menn eru náttúrulega slegnir yfir þessu. Þetta er grafalvarlegt, það ber öllum saman um það.“

Aðspurð segir hún að málið sé nú hjá lögreglunni. „Við munum síðan ræða þetta í forsætisnefndinni á næsta fundi eða síðar. Líka ef það kemur eitthvað fram í sambandi við þetta,“ segir forseti Alþingis.

Fundu skothylki við þinghúsið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert