Lækkar bensín um 3,40 krónur

Orkan hefur lækkað verð á bensíni um 3,40 krónur lítrann niður í 228,9 krónur og dísilolíu um 1 krónu í 231,3 krónur. 

Félagið segir að ástæða lækkunarinnar sé lækkun á heimsmarkaðsverði en bensínverð þar hafi  lækkað mun meira en dísilolía að undanförnu.   

Önnur félög hafa ekki breytt eldsneytisverði enn sem komið er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka