Lilja Mósesdóttir alþingismaður telur ekki miklar líkur á að kosningar fari fram á næstunni. Engar líkur á að tillögur um breytingar á stjórnarskrá verði afgreiddar í vetur en Hreyfingin vill ekki kjósa fyrr en það mál hefur verið afgreitt.
„Ég tel ekki miklar líkur á kosningum á næstunni. Guðmundur Steingrímsson er tilbúinn til að fórna öllu fyrir ESB umsóknina. Hreyfingin leggur áherslu á að þingið hafi samþykkt tillögur Stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni áður en til kosninga kemur. Engar líkur eru á að það gangi eftir í vetur - ekki síst vegna þess að ekki var kosið aftur til stjórnlagaþings. Stjórnin mun skrölta áfram í vetur, þrátt fyrir að tími Jóhönnu og Steingríms sé liðinn. Þau þurfa að axla ábyrgð á misstökum sínum í Icesave málinu og skuldamálum heimilanna,“ segir Lilja á Fésbókarsíðu sinni.