Sérfræðingar meti svigrúm banka til afskrifta

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, hef­ur ákveðið að kalla sam­an sér­fræðinga­hóp­inn sem vann skýrslu um skulda­vanda heim­il­anna fyr­ir um ári.

Hópn­um er ætlað að fara yfir fyr­ir­liggj­andi gögn um af­föll hús­næðislána heim­il­anna, þegar þau voru færð frá gömlu bönk­un­um yfir til nýju bank­anna og meta hvernig það svig­rúm til af­skrifta sem þannig myndaðist hef­ur verið nýtt heim­il­um lands­ins til hags­bóta.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu, að þegar nýir bank­ar voru reist­ir á grunni hinna föllnu banka hafi lána­safn gömlu bank­anna verið fært yfir til hinna nýju með af­slætti til að lán­in væru met­in á sann­v­irði. Á þenn­an hátt hafi skap­ast svig­rúm til af­skrifta hjá hinum nýju bönk­um.

Viðskiptaráðherra hafi sagt í svari við fyr­ir­spurn á Alþingi, að hús­næðislán heim­il­anna voru færð yfir í nýju bank­ana á 72% af kröfu­v­irði að meðaltali og að af­föll­in (svig­rúm til af­skrifta) væri því um 90 millj­arðar króna vegna þess­ara lána. Í svar­inu var vísað til gagna frá FME en for­sæt­is­ráðuneytið seg­ir að í fjöl­miðlum hafi því ít­rekað verið haldið fram að svig­rúmið sé hærra og jafn­vel miklu hærra.

Í upp­lýs­ing­um frá Sam­tök­um fjár­mála­fyr­ir­tækja hafi  jafn­framt komið fram, að í lok júlí í ár hafi bank­ar og fjár­mála­stofn­an­ir af­skrifað um 144 millj­arðar frá hruni, á grund­velli 87.200 um­sókna vegna lána ein­stak­linga, þar af um 100 millj­arða vegna fast­eignalána heim­il­anna. Þá voru enn í vinnslu um 6300 um­sókn­ir sem reiknað er með að verði lokið fyr­ir ára­mót.

Sér­fræðinga­hópn­um er ætlað að fara yfir þess­ar upp­lýs­ing­ar og önn­ur nauðsyn­leg gögn í því skyni að upp­lýsa hið rétta um af­skrift­ir á lán­um heim­il­anna, bæði við yf­ir­færslu þeirra frá gömlu bönk­un­um til hinna nýju og af­skrift­ir til heim­il­anna sjálfra.

Efna­hags­ráðgjafi for­sæt­is­ráðherra, Sig­urður Snæv­arr stýr­ir hópn­um en í hon­um eru einnig full­trú­ar stjórn­valda, fjár­mála­stofn­anna, líf­eyr­is­sjóða og Hags­muna­sam­taka heim­il­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka