Forstöðumenn heilbrigðisstofnana úti á landi segja að ekki sé hægt að mæta niðurskurðarkröfum án uppsagna og verulegrar skerðingar á þjónustu.
Í fréttaskýringu um niðurskurðarkröfur þessar í Morgunblaðinu í dag segja forstöðumennirnir það vera tvískinnung að ræða um atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni á sama tíma og skorið sé niður og stofnunum gert að segja upp.