Tekur mótmælin alvarlega

00:00
00:00

„Það er sjálf­sagður rétt­ur fólks að láta í sér heyra og maður kvart­ar ekki und­an því á meðan það fer fram og maður von­ar það besta í þeim efn­um," sagði Stein­grím­ur. J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, eft­ir umræðurn­ar um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra á Alþingi í gær­kvöldi.

Um þúsund manns voru á Aust­ur­velli og börðu tunn­ur meðan á umræðunum stóð. Stein­grím­ur sagði í ræðu að hann ætlaði að taka mót­mæl­in al­var­lega.

„Ég geri það að sjálf­sögðu og ég held að við ger­um það öll. Í þessu eru fólg­in margskon­ar skila­boð (...) ég held að þetta séu skila­boð, ekki aðeins til rík­is­stjórn­ar­inn­ar held­ur stjórn­mál­anna allra, þings­ins sem stofn­un­ar og  jafn­vel stjórn­kerf­is­ins að hluta til, sem þjóðinni finnst að standi sig ekki nógu vel og vinni ekki nógu hratt, mark­visst og öfl­ug­lega  úr þess­um erfiðleik­um."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert