Þröngsýni að horfa á Þjórsá

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra seg­ir það þröng­sýni hjá þing­mönn­um sem ein­blíni á virkj­an­ir í neðri hluta Þjórsár þegar rætt er um virkj­an­ir í orkuiðnaði. Aðrir kost­ir séu nær­tæk­ari.

Stein­grím­ur sagði þetta í umræðum um fjár­laga­frum­varp næsta árs. Hann sagði að fjár­fest­ing­ar væru að fara af stað á ýms­um sviðum, ekki síst í ferðaþjón­ustu.

„Orkuiðnaður­inn er eitt álit­leg­asta sviðið vegna þess að það er mik­ill áhugi og mik­il eft­ir­spurn að fá aðgang að okk­ar end­ur­nýj­an­legu orku á sam­keppn­is­hæfu verði. Það eru samn­ing­ar á mis­mun­andi stig­um og sum­ir mjög langt komn­ir. Vilja­yf­ir­lýs­ing­ar hafa þegar verið und­ir­ritaðar um þó nokk­ur viðbót­ar­verk­efni við þau sem þegar eru í höfn.

Það ligg­ur fyr­ir að Lands­virkj­un und­ir­býr mikl­ar fram­kvæmd­ir í S-Þing­eyj­ar­sýslu á næstu árum. Fyr­ir­tækið hef­ur boðið út hönn­un tveggja virkj­ana og er langt kom­in í viðræðum um nýt­ingu ork­unn­ar sem þar verður fram­leidd.“

Stein­grím­ur sagði sér­kenni­legt að þing­menn skuli alltaf tala um Neðri-Þjórsá „eins og það sé eina vatns­fallið á Íslandi sem sé virkj­an­legt, að maður tali ekki um jarðhit­ann.“ Hann sagði þetta þröng­sýni.

„Þarna er um mjög um­deilda virkj­un­ar­kosti að ræða, bæði í héraði og á landsvísu. Það ligg­ur al­veg fyr­ir að marg­ir telja að það þurfi að fara bet­ur yfir það hvort þarna á endi­lega að bera niður. Sér­stak­lega nefni ég Urriðafoss­virkj­un sem að verður í vegi eins stærsta, ef ekki stærsta villta laxa­stofns á Íslandi, á leið sinni upp ána og mun hafa mik­il áhrif á líf­ríki í ánni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert