Þurr og flöt umræða

Alþingi.
Alþingi. Ómar Óskarsson

Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir á vef sínum í kvöld að fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið sé án vafa „þurrasta og flatasta umræða um fjárlög frá hruninu haustið 2008.“ Hann segir stjórnarandstöðuna hvergi finna fótanna.

Björn segir nauðsynlegt að fá sanngjarna og heiðarlega gagnrýni á frumvarp til fjárlaga hvers árs. Víst sé svo að frumvarpið beri með sér að við erfiðleika sé að glíma eins og á undanförnum árum. „Frumvarpið er hinsvegar líka til vitnis um að stjórnvöld hafa náð tökum og það föstum tökum á efnahagsástandinu og sömuleiðis að með því er verið að sigla inn á lygnari sjó en við höfum verið að velkjast um í síðustu þrjú árin eða svo.“

Hann veltir fyrir sér hvort það sé ástæðan fyrir því hversu bitlaus stjórnarandstaðan hafi verið í umræðunum, og hvort það fari í taugarnar á þingmönnum stjórnarandstöðunnar hversu vel hafi gengið. „Það má þó ekki verða til þess að stjórnarandstaðan lognist alveg út af og því rétt að hvetja hana til dáða í þessum efnum og hún sjái til þess að við stjórnarliðar höldum vöku okkar.“

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert