Tóbak verði bara selt í apótekum

Reuters

Sex alþing­is­menn hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu á Alþingi um að vel­ferðarráðherra verði falið að vinna 10 ára aðgerðaáætl­un um tób­aksvarn­ir þar sem einn liður­inn verði að sala á tób­aki verði tak­mörkuð við apó­tek.

Flutn­ings­menn eru Siv Friðleifs­dótt­ir, Þuríður Backm­an, Ásta R. Jó­hann­es­dótt­ir,
Mar­grét Tryggva­dótt­ir, Álf­heiður Inga­dótt­ir, Eygló Harðardótt­ir. Til­lag­an var flutt á síðasta þingi en fékkst ekki út­rædd.


Í grein­ar­gerð með til­lög­unni seg­ir að meg­in­mark­mið aðgerðaáætl­un­ar­inn­ar sé að koma í veg fyr­ir að ung­menni ánetj­ist tób­aki og að minnka þannig nýliðun reyk­inga­manna. 

„Flutn­ings­menn sætta sig ekki við að tóbaks­sjúk­dóm­ar dragi um 300 Íslend­inga til dauða ár­lega, þar af 20–30 vegna óbeinna reyk­inga. Er þings­álykt­un­ar­til­lag­an lögð fram í því skyni að fækka mark­visst dauðsföll­um vegna reyk­inga og auka lífs­gæði,“ seg­ir í grein­ar­gerð.

Þings­álykt­un­ar­til­lag­an

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka